Harry vanmáttugur í Meghan-dramanu

Harry er sagður eiga erfitt með alla þá neikvæðu umfjöllun ...
Harry er sagður eiga erfitt með alla þá neikvæðu umfjöllun sem Meghan fær. AFP

Samkvæmt heimildum tímaritsins Us Weekly finnst Harry Bretaprins hann vera vanmáttugur þegar kemur að öllum þeim neikvæðu fréttum sem birtast um eiginkonu hans, Meghan hertogaynju af Sussex. 

Segir heimildarmaðurinn að umræðan hafi aukið álagið í sambandi Meghan við Harry. „Hann er mjög pirraður yfir hversu lítið hann getur gert,“ sagði heimildarmaðurinn. „Að halda henni frá neikvæðni og tjóni hefur verið erfitt fyrir hann. Það hefur verið hans tilgangur í sambandinu að halda henni frá neikvæðninni.“

Fréttir af meintu rifrildi Meghan og Katrínar hafa birst í erlendum fjölmiðlum. Auk þess sem bræðurnir, Vilhjálmur og Harry, eru sagðir hafa rifist vegna hennar. Eru þessar ástæður taldar upp sem mögulegar ástæður þess að Meghan og Harry ætla að flytjast frá London. Er Meghan einnig sögð vera erfið og er annar starfsmaður hennar að hætta á stuttum tíma. 

Harry og Meghan.
Harry og Meghan. AFP
mbl.is