Bróðir Meghan býður henni í brúðkaup

Bróðir Meghan er að fara gifta sig og vonast til ...
Bróðir Meghan er að fara gifta sig og vonast til þess að systir hans sjái sér fært að mæta. AFP

Svo virðist sem hálfbróðir Meghan hertogaynju vilji rétta fram sáttahönd en hann ætlar að bjóða systur sinni og Harry í brúðkaup sitt í mars. Það er ekki bara ólíklegt að Meghan mæti í brúðkaupið vegna óléttu sinnar heldur líka vegna þess að hún er ekki í sambandi við bróður sinn sem hefur áður talað illa um hana í fjölmiðlum. 

Markle yngri var ekki boðið í brúðkaup systur sinnar frekar en systur hans Samönthu. Í viðtali við Daily Mail segist hann þó vonast til þess að fjölskylda sín geti sæst þegar hann kvænist Darlene Blount. 

„Ég held að brúðkaupið geti fært fjölskyldu okkar nær hvor annarri. Það er vonandi að Meghan og Harry komi og faðir minn - Meghan og Harry gætu eytt tíma með honum og það væri gott,“ sagði Markle yngri. 

Thomas Markle yngri var ekki boðið í brúðkaup Harry og ...
Thomas Markle yngri var ekki boðið í brúðkaup Harry og Meghan. AFP
mbl.is