Rekin fyrir að riðlast á tré

Katy Perry fór ekki eftir settum reglum þegar hún var …
Katy Perry fór ekki eftir settum reglum þegar hún var í skóla. AFP

Söngkonan Katy Perry var að fara í gegnum gamalt dót á dögunum þegar hún fann bréf frá því hún var 12 ára. Í bréfinu kom fram að hún hefði verið rekin í nokkra daga úr skóla. Perry þótti ekki sýna góða kristilega hegðun í skólanum. Sjálf segir Perry að hún hafi verið rekin fyrir að riðlast á tré og fyrir ýmislegt annað.

Í lýsingu í bréfinu má sjá nánari útlistun á því hvernig Perry braut af sér. Voru hún og fjórir aðrir nemendur á stað sem nemendur máttu ekki fara á þar sem hún var gripin glóðvolg undir tré. Lét Perry sem tréð væri Tom Cruise og hreyfði mjaðmirnar eins og í kynlífi. 

Var þetta atvikið sem fyllti mælinn en Perry hafði áður fengið aðvaranir fyrir ljótan talsmáta. Auk þess lék hún sér í flöskustút og öðrum leikjum sem ekki þóttu við hæfi. Ekki þótti heldur við hæfi að dansa Macarena á ganginum. 

View this post on Instagram

@Katyperry via insta stories.

A post shared by KATY PERRY INSTA STORY (@katyperry.insta.story) on Jan 14, 2019 at 1:06pm PST

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er tími til þess að þú lyftir lokinu af verkefni sem þú hefur verið að vinna að í leynum. Nýttu þér þetta og skapaði ánægjulegar minningar fyrir framtíðina.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er tími til þess að þú lyftir lokinu af verkefni sem þú hefur verið að vinna að í leynum. Nýttu þér þetta og skapaði ánægjulegar minningar fyrir framtíðina.