Pitt lét sig ekki vanta í afmæli Aniston

Jennifer Aniston og Brad Pitt árið 2004. Þau skildu ári …
Jennifer Aniston og Brad Pitt árið 2004. Þau skildu ári seinna en eru greinilega í ágætissambandi. mbl.is/AFP

Brad Pitt lét sig ekki vanta þegar leikkonan og fyrrverand eiginkona hans, Jennifer Aniston, fagnaði fimmtugsafmæli sínu á laugardagskvöldið í Los Angeles. Fyrrverandi hjónin láta sjaldan sjá sig saman en Aniston bauð þó Pitt í afmælið samkvæmt People

„Brad var lengi mjög mikilvægur í lífi Jen. Hún ræddi það fram og til baka við vini hvort hún ætti að bjóða honum,“ segir heimildarmaður. „Hún var mjög glöð með að hann mætti. Margir nánir vinir hans voru líka í partýinu.“

Þótt Pitt hafi mætt fékk hann ekki meiri athygli frá afmælisbarninu en aðrir gestir. Heimildarmaðurinn segir þau hafa faðmað hvort annað og spjallað aðeins en annars var Aniston upptekin við að skemmta gestum sínum. 

Brad Pitt var ekki eina stjarnan sem mætti í afmælið en fyrrverandi unnusta hans, leikkonan Gwyneth Paltrow, lét einnig sjá sig sem og fyrrverandi kærasti Aniston, tónlistarmaðurinn John Mayer. Katy Perry og Orlondo Bloom mættu sem og George og Amal Clooney, Reese Witherspoon, Robert Downey Jr., Ellen DeGeneres, Barbra Streisand, Keith Richards, Kate Hudson, Laura Dern og Demi Moore létu sig ekki vanta. Að sjálfsögðu mættu líka Friends-stjörnurnar Lisa Kudrow og Courtney Cox. 

Amal og George Clooney mættu í afmæli Jennifer Aniston.
Amal og George Clooney mættu í afmæli Jennifer Aniston. mbl.is/AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekkert að því að láta sig dreyma, bara að þú gerir líka eitthvað annað. Þú veðjar á rétt hest í vissu máli og verður þvílíkt ánægð/ur með þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekkert að því að láta sig dreyma, bara að þú gerir líka eitthvað annað. Þú veðjar á rétt hest í vissu máli og verður þvílíkt ánægð/ur með þig.