Yngdist um tíu ár við raksturinn

Ben Affleck rakaður og órakaður.
Ben Affleck rakaður og órakaður. Samsett mynd

Ben Affleck hefur skartað þykku og miklu skeggi undanfarin ár. Nú er hann hins vegar búinn að raka sig og er nær óþekkjanlegur. Affleck sem er 46 ára virðist einna helst hafa yngst um að minnsta kosti tíu ár svona vel snyrtur. 

Leikarinn sem er nýkominn úr meðferð og loksins skilinn við barnsmóður sína, Jennifer Garner, birti sjálfur myndina af sér nýsnyrtum á Instagram. Affleck nýtti tækifærið og rakaði sig áður en hann mætti í viðtal við spjallþáttastjórnandann Jimmy Kimmel. Ræddi Affleck meðal annars í viðtalinu að hann væri hættur að leika Batman. 

View this post on Instagram

Love is in the air! Spending Valentine’s Day with my one true love @iamguillermo, and that @jimmykimmel guy. ❤️❤️❤️ #Kimmel

A post shared by Ben Affleck (@benaffleck) on Feb 14, 2019 at 3:54pm PST

Ben Affleck var með þykkt og mikið skegg í desember.
Ben Affleck var með þykkt og mikið skegg í desember. mbl.is/AFP
mbl.is