Kynntist kærustunni í kynlífssenu

Daniel Radcliffe.
Daniel Radcliffe. mbl.is/AFP

Harry Potter-leikarinn Daniel Radcliffe er ekki lengur lítill galdrastrákur en hann greindi frá því í viðtali við People um helgina hvernig hann hitti kærustu sína, leikkonuna Erin Drake. Radcliffe og Drake voru bæði að leika í kvikmyndinni Kill Your Darlings árið 2013. 

„Það verður ein góð saga til þess að segja börnunum okkar einn daginn vegna þess hvað persónur okkar gera við hvor aðra,“ sagði Radcliffe. 

Til að útskýra mál sitt betur greindi hann frá því að persóna kærustu sinnar hefði veitt honum munnmök á bókasafni. „Þannig hittumst við,“ sagði Radciffe. „Það var byrjunin á fallegu sambandi.“

Daniel Radcliffe.
Daniel Radcliffe. mbl.is/AFP
mbl.is