Hver er þessi dökkhærða kona?

Lady Gaga vil ekki tala um orsök þess að hún ...
Lady Gaga vil ekki tala um orsök þess að hún og kærasti hennar Christian Carino eru hætt saman. Hann ku hins vegar vera kominn með nýja konu og átti það að hafa gerst fyrir formlegan skilnað þeirra. mbl.is/AFP

Samkvæmt The Hollywood Gossip er ekki allt sem sýnist í skilnaði söngkonunnar Lady Gaga og unnusta hennar, umboðsmannsins Christian Carino. Söngkonan mætti ein á Grammy-verðlaunin án trúlofunarhringsins 10. febrúar. Heimildarmenn söngkonunnar hafa haldið því fram að stundum gangi sambönd ekki upp og þau hafi einungis vaxið í sundur.

Sannleikurinn kemur vanalega í ljós í lokin. Eitt er víst að Lady Gaga ætlar ekki að vera sú sem flytur þessar fréttir til almennings, enda er hún vön að láta það ganga fyrir sem skiptir hana mestu máli hverju sinni. Ferillinn hennar hefur sjaldan eða aldrei gengið betur og þar er hennar athygli þessa dagana. 

mbl.is