Neitar öðru framhjáhaldshneyksli

Travis Scott og Kylie Jenner eiga saman dótturina stormi.
Travis Scott og Kylie Jenner eiga saman dótturina stormi. mbl.is/AFP

Talsmaður Travis Scott neitar því að rapparinn hafi hætt við tónleika sína í Buffalo á fimmtudaginn vegna þess að barnsmóðir hans Kylie Jenner hafi komist að framhjáhaldi hans. TMZ greindi frá því að Jenner hefði komist yfir sönnunargögn sem sýndu fram á framhjáhald. Ef frétt TMZ er rétt væri þetta annað framhjáhaldshneyksli í Kardashian/Jenner-fjölskyldunni á stuttum tíma.

Í yfirlýsingu á vef ET segir talsmaður Scott að hann hafi verið veikur og þess vegna hætt við tónleikana. „Travis Scott neitar því fullur ákafa að hann hafi haldið fram hjá Kylie. Það er ekki satt. Hann hélt ekki fram hjá,“ sagði í yfirlýsingunni. 

Samkvæmt frétt TMZ átti Scott að hafa flogið heim til að koma raunveruleikastjörnunni og snyrtivörumógúlnum, Kylie Jenner, og dóttur þeirra Stormi á óvart. Átti Jenner að hafa sakað Scott um að hafa haldið fram hjá sér þegar hann kom heim og áttu þau að hafa farið að rífast. Rifrildið var ekki búið á fimmtudaginn og átti það að vera ástæðan fyrir því að Scott aflýsti tónleikum sínum. 

Fréttin kemur rúmri viku eftir að Tristan Thompson, barnsfaðir Khloé Kardashian, var sakaður um að hafa haldið fram hjá með bestu vinkonu Jenner, Jordyn Woods. 

Kylie Jenner og Travis Scott á Grammy-verðlaunahátíðinni.
Kylie Jenner og Travis Scott á Grammy-verðlaunahátíðinni. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson