Gagnrýndur fyrir að minnast Perry ekki

Brian Austin Green ásamt konu sinni Megan Fox.
Brian Austin Green ásamt konu sinni Megan Fox. mbl.is/AFP

Beverly Hills 90210-stjarnan Brian Austin Green hefur ekki opnað sig um lát Luke Perry á samfélagsmiðlum eins og margir sem unnu með leikaranum sem lést í byrjun mars. Hann fékk því ákveðna gagnrýni á sig þegar hann auglýsti á Instagram viðburð í tengslum við hlaðvarpsþátt í stað þess að minnast vinar síns. 

Fylgjandi hans sagðist ekki hafa séð neitt frá Green um lát Perry og benti á að allir hinir úr sjónvarpsþáttunum 90210 hefðu sagt eitthvað. 

Green tók gagnrýninni fagmannlega og sagði lát Perry vera hræðilegt. Bendir hann á í athugasemd að fólk syrgi á mismunandi hátt. Aðdáendur þáttanna þurfi ekki að fara út að skemmta sér. Fólk ætti að virða hvernig fólk vinnur úr sínum tilfinningum. 

View this post on Instagram

Here we go. #baglive90210

A post shared by Brian Austin Green (@arent_you_that_guy) on Mar 13, 2019 at 9:57pm PDT

mbl.is