Sonur Bjössa og Dísu slær í gegn hjá Calvin Klein

Calvin Klein birti þessa auglýsingu á Instagram-síðu sinni.
Calvin Klein birti þessa auglýsingu á Instagram-síðu sinni.

Tískumerkið Calvin Klein birti í gær íslenska auglýsingu sem tekin var fyrir Gallerí 17 á Instagram-síðu sinni. Á myndinni sem ljósmyndarinn Lára Lind tók má sjá tvær íslenskar fyrirsætur í gallklæðnaði. 

Fyrirsæturnar á myndinni eru þau Hanna Rakel Thoroddsen Barker og Björn Boði Björnsson en Björn Boði er sonur Bjössa og Dísu kennd við World Class. 

Gera má ráð fyrir að mjög margir hafi skoðað mynd Láru enda Instagram-síða Calvin Klein með 16,6 milljónir fylgjenda. Eru þau Björn Boði og Hanna Rakel í góðum félagsskap á síðu Calvin Klein enda heimsfrægar fyrirsætur sem auglýsa fyrir merkið. 

View this post on Instagram

Denim on denim (on denim) @hannarakelb and @bjornbodi styled in our #Spring2019 #CALVINKLEINJEANS western denim shirt and high rise side stripe jeans via @galleri17 📷 @laralindphoto

A post shared by CALVIN KLEIN (@calvinklein) on Mar 19, 2019 at 11:13am PDT

mbl.is