Helmingur ætlaði að fljúga með WOW air

Frá tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík.
Frá tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík. mbl.is/Eggert

Hátt í helmingur gesta og þeirra listamanna sem ætluðu að koma fram á tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík ætluðu að fljúga til Íslands með WOW air. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar.

Í tilkynningunni greina þeir frá því að hátíðinni hefði verið aflýst í ár en eins og mbl.is greindi frá í gær tengist ákvörðunin gjaldþroti WOW air.

„Síðasta fimmtudag hætti flugfélagið WOW air starfsemi. Það hafði mikil áhrif á ferðatilhögun hátt í helmings gestanna og þeirra listamanna sem ætluðu að koma fram á hátíðinni,“ segir í tilkynningunni.

Fram kemur einnig að forsvarsmenn hátíðarinnar geti ekki tryggt sömu upplifun og gæði fyrir áhorfendur og listamenn og verið hefur síðustu sex ár.

„Í ljósi þessa og vegna þess hversu stutt er í hátíðina verðum við að tilkynna að henni verður aflýst í ár.“

Þeir sem hafa bókað flug með WOW air eru einnig hvattir til að vera meðvitaðir um réttindi sín sem neytendur. Auk þess eru allir hlutaðeigandi beðnir innilega afsökunar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes