Spears leitar sér hjálpar

Britney Spears.
Britney Spears. mbl.is/AFP

Poppprinsessan Britney Spears er sögð hafa leitað sér hjálpar á meðferðstöð sem leggur áherslu á andlega heilsu. Spears skrifaði á Instagram í gær að allir þyrftu stundum smá tíma fyrir sjálfa sig. Var þetta það fyrsta sem Spears tjáði sig á samfélagsmiðlinum síðan í janúar en hún hætti við fyrirhugaða tónleika í byrjun árs vegna þess að faðir hennar veiktist alvarlega. 

„Hún er að takast á við sína eigin heilsu auk þess sem hún er að glíma við veikindi föður síns,“ sagði heimildarmaður E!

Heimildarmaður ET sem er náinn fjölskyldunni segir Spears nú vera á meðferðarstöð þar sem hún hefur ákveðið að taka sér tíma til að hugsa um sína eigin heilsu. Segir heimildarmaðurinn hana hafa verið undir gífurlega miklu álagi vegna veikinda föður síns. 

Kærasti Spears, hinn 25 ára gamli Sam Asghari er sagður styðja kærustu sína. Sýndi hann það til að mynda á Instagram. „Það er ekki veikleiki,“ skrifaði hann við mynd sem Spears birti á Instagram. „Það er algjör styrkur, fólk ætti að líta á þetta sem hvatningu, það geri ég að minnsta kosti. 

View this post on Instagram

We all need to take time for a little "me time." :)

A post shared by Britney Spears (@britneyspears) on Apr 3, 2019 at 12:30pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes