Sakar Heard um nýjar lygar

Amber Heard og Johnny Depp.
Amber Heard og Johnny Depp. mbl.is/AFP

Segja má að Johnny Depp og Amber Heard séu aftur komin í stríð. Nú sakar Depp Heard um að hafa búið til nýjar lygasögur sem fram komu fyrir helgi. Voru meintar lygar í svari Heard í meiðyrðamáli Depp gegn henni. Stefndi hann Heard fyrir að ljúga upp á hann ofbeldi í viðtali í fyrra.

Lögmaður leikarans sendi yfirlýsingu til People eftir að ýtarlegar lýsingar Heard á meintu ofbeldi Depp komu fram í fjölmiðlum fyrir helgi. 

Lögmaður Depp segir að Heard hafi staðið frammi fyrir nýjum sönnunargögnum og því hafi hún þurft að halda áfram að spinna lygavef sinn. Rifjar lögmaðurinn einnig upp að Heard hafi áður verið handtekin fyrir heimilisofbeldi. Var Heard handtekin árið 2009 eftir meint ofbeldi gegn fyrrverandi kærustu. Það mál endaði þó með því að ákærur gegn henni voru felldar niður. 

mbl.is