Konan í lífi Tiger Woods

Tiger Woods er á góðum stað í golfinu og ástarlífinu.
Tiger Woods er á góðum stað í golfinu og ástarlífinu. mbl.is/AFP

Golfaranum Tiger Woods gengur vel þessa dagana og ekki bara á golfvellinum en Woods er kominn með nýja konu sem hvetur hann á hliðarlínunni. Kærastan heitir Erica Herman og á mögulega einhvern þátt í því að Woods er kominn aftur á beinu brautina. 

The Sun greinir frá því að Herman sem rekur veitingastað hafi verið með Woods í um eitt og hálft ár. Á þeim tíma hefur hún staðið við hliðina á honum bæði í dómsal og á golfvellinum. Vann hún á veitingastað í eigu Woods þegar þau kynntust. 

Í nokkur ár áttu kvennamál Woods meiri athygli fjölmiðla en golfgeta hans þar sem hann hélt fram hjá eiginkonu sinni Elinu Nor­dgren með fjölda kvenna. Hann hætti síðan með skíðadrottningunni Lindsay Vonn árið 2015 og var einnig sagður hafa haldið fram hjá henni. 

Eftir að þau Herman og Woods byrjuðu að slá sér upp saman var fjallað um hana í slúðurmiðlum á þann hátt að hún væri að sækjast eftir peningum Woods og væri þekkt fyrir að skemmta sér mikið. Sögðu þeir sem þekktu til að hún hefði vonast til þess í tíu ár að byrja með golfaranum. Hvað sem til er í því virðast þau afar ástfangin. 

Tiger Woods sést hér með Ericu Herman og syni sínum ...
Tiger Woods sést hér með Ericu Herman og syni sínum Charlie Axel á Mastersmótinu í golfi á Augusta Nati­onal-golfvellinum 14. apríl. mbl.is/AFP
mbl.is