Dóttir Loughlin flutt út

Olivia Jade hefur unnið hörðum höndum við að skapa sér ...
Olivia Jade hefur unnið hörðum höndum við að skapa sér orðspor sem áhrifavaldur á samfélagsmiðlum. skjáskot/Instagram

Hin 19 ára gamla Olivia Jade, dóttir leikkonunnar Lori Loughlin er flutt út frá foreldrum sínum til að forðast fjölmiðlaathyglina sem foreldrar hennar hafa fengið vegna háskólasvindlmálsins svokallaða. 

Olivia Jade vill núna einbeita sér að því að endurbyggja samfélagsmiðlafyrirtækið sitt og orðspor sitt.

Olivia Jade hefur unnið hörðum höndum síðustu ár við að skapa sér gott orðspor sem áhrifavaldur á samfélagsmiðlum. Hún var með nokkuð marga fylgjendur á bæði YouTube og Instagram áður en komst upp um málið. Hún hafði einnig hannað snyrtivörur í samstarfi við snyrtivörufyrirtæki. 

Eins og kunngjört er komst upp að foreldrar Oliviu Jade höfðu borgað háa fjárhæð til að koma dætrum sínum tveimur inn í góðan háskóla. Þau hafa neitað sök fyrir dómara, en ekki hefur verið dæmt í málinu. Hjónin eiga yfir höfði sér langan dóm, verði þau fundin sek.

Olivia Jade skammast sín fyrir málið, en hana langaði ekki í háskóla til að byrja með. Hún vildi heldur einbeita sér að því að skapa sér gott orðspor á samfélagsmiðlum og byggja upp fyrirtækið sitt. Hún er sögð vera mjög reið við foreldra sína. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt verkið virðist erfitt, skaltu ekki bakka. Lífið gengur sinn vanagang. Allt of oft sættum við okkur við hluti sem eru ekki nógu góðir, breytum þessu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt verkið virðist erfitt, skaltu ekki bakka. Lífið gengur sinn vanagang. Allt of oft sættum við okkur við hluti sem eru ekki nógu góðir, breytum þessu.