Þegar Hammett varð fetlafól

Kirk gamli Hammett var í óvenjulegu veseni á tónleikum í …
Kirk gamli Hammett var í óvenjulegu veseni á tónleikum í Mílanó í vikunni. AFP

Kirk Hammett, gítarleikari Metallica, var svo óheppinn að hrasa og falla aftur fyrir sig á sviði á miðjum tónleikum í Mílanó í vikunni. Svo sást undir iljar honum.

Hann var þá að taka sóló í laginu Moth Into Flame en rann til á blautu fetlaborðinu með fyrrgreindum afleiðingum.

Sem betur fer varð Hammett ekki meint af fallinu og stóð jafnharðan á fætur. Gerði kappinn hlæjandi gys að seinheppni sinni áður en hann kláraði sólóið.

Að tónleikum loknum skellti hann sér beint á Instagram, birti myndir af fallinu og bætti við að svo blautt hefði verið í rigningunni í Mílanó að honum hefði liðið eins og hann væri að spila á hljóðfæri sitt í steypibaðinu heima.

Metallica er ennþá á Worldwired-túrnum sem standa mun fram á næsta ár.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að lesa smáa letrið í öllum þeim skjölum sem fyrir þig eru lögð til undirritunar. Einbeittu þér að eigin málum og láttu aðra eiga sig um hríð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að lesa smáa letrið í öllum þeim skjölum sem fyrir þig eru lögð til undirritunar. Einbeittu þér að eigin málum og láttu aðra eiga sig um hríð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant