„Þetta var það sem við biðum eftir“

Liðsmenn Hatara vöktu mikla athygli þegar þau mættu á rauða (í raun appelsínugula) dregilinn í miðborg Tel Aviv, þar sem formleg kynningarathöfn á sér nú stað. Vildu flestir fjölmiðlar ná tali af hljómsveitinni og ljóst var að hún var með vinsælli flytjendum sem mættu á dregilinn. Kynnar keppninnar vöruðu börn og grænmetisætur sérstaklega við bandinu þegar það steig út úr bifreiðum sem fluttu þau að dreglinum, enda væri Hatari mikið fyrir leður og BDSM.

Hinn hefðbundni fatnaður hljómsveitarinnar leit aftur dagsins ljós eftir að sumarlegur 80‘s fatnaður var alsráðandi í Norðurlandaveislunni í gær. Þegar liðsmennirnir komu til kynnana, sem spurðu alla keppendur nokkurra spurninga, var ljóst að spenna var fyrir íslensku keppendunum. „Þetta var það sem við biðum eftir,“ sagði einn kynnirinn.

Voru liðsmenn meðal annars spurðir út í fjölskyldutengsl sín, en söngvararnir Matthías og Klemens eru frændur og Sólbjört dansari og Einar trommari eru par. Reyndi einn kynnirinn að fá Einar til að tala í míkrófón, en eins og þekkt er klæðist Einar að jafnaði gaddagrímu og var jafn fámáll í dag og hann hefur oftast áður verið og sagði ekkert.

Kynnarnir virtust einnig spenntir fyrir klæðnaði sveitarinnar. Klemens var aðeins í hálfri skyrtu og sagði hann að þótt fatnaðurinn væri þægilegur alla jafna væri hann óþægilegur í hitanum í Tel Aviv, sem er um 30°C, og þess vegna hafi hann ákveðið að rífa skyrtuna í helming.

Næst spurðu kynnarnir þá Klemens og Matthías út í hvaða skilaboð þeir hefðu fram að færa. Klemens svaraði og vakti athygli að hann nefndi ekki hernám Ísraela á landi Palestínumanna, eins og þeir hafa ítrekað áður nefnt. Hann sagði hins vegar að skilaboð hljómsveitarinnar væri að varpa ljósi á „vald og valdleysi, von og vonleysi“ og ef fólk sameinaðist ekki á friðsælan hátt myndi hatrið sigra.

Eftir að hafa rætt við kynnana komu liðsmennirnir til íslenskra fjölmiðla. Sögðu þau þar að spurningarnar hefðu verið fyrirsjáanlegar og að allt gengi samkvæmt áætlun. Á morgun verður haldið dómararennsli, en það gildir 50% á móti atkvæðum áhorfenda.

Klemens og Matthías voru í eldlínunni á appelsínugula dreglinum í …
Klemens og Matthías voru í eldlínunni á appelsínugula dreglinum í miðborg Tel Aviv í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson