„Mér finnst þeir geggjaðir“

Kate Miller-Heidke og Klemens Hannigan á blaðamannafundinum eftir undanriðilinn í …
Kate Miller-Heidke og Klemens Hannigan á blaðamannafundinum eftir undanriðilinn í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er mikill léttir,“ segir Ástralinn eldhressi, Kate Miller-Heidke, í samtali við mbl.is. Ástralía komst, líkt og Ísland, í úrslit Eurovision í gær. Miller-Heidke er á sama hóteli og Hatari hér í Tel Aviv og hún heldur vart vatni yfir aðdáun sinni á hljómsveitinni.

Miller-Heidke segir að nokkur frábær atriði hafi ekki komist áfram í gær og því hafi hún fundið fyrir létti og sé um leið mjög þakklát. Lagið „Zero Gravity“ þykir sífellt líklegra til sigurs hjá veðbönkum og er í þriðja sæti eins og sakir standa.

„Ég gleymi mér ekki að eltast við draumóra heldur reyni að einbeita mér að standa mig eins vel og ég get,“ segir Miller-Heidke þegar sigurlíkur hennar eru bornar undir hana.

Atriði Miller-Heidke hefur vakið mikla athygli, þar sem hún líkist …
Atriði Miller-Heidke hefur vakið mikla athygli, þar sem hún líkist svífandi Frozen-prinsessu. AFP

En hvað gerist ef Ástralía vinnur Eurovision á laugardaginn, hvar verður keppnin þá á næsta ári?

„Keppnin yrði haldin einhvers staðar í Evrópu. Kannski París, Berlín eða jafnvel Reykjavík,“ segir Miller-Heidke og glottir.

Miller-Heidke og Klemens Hannigan sátu hlið við hlið á blaðamannafundi að loknum undanriðlinum í gærkvöldi og virtist ástralska söngkonan hafa gaman að Klemens. Hún segist vera mjög hrifin af Hatara:

„Mér finnst þeir geggjaðir [e. fucking awesome]. Ég elska þá. Þeir voru það besta við þennan blaðamannafund í gærkvöldi.“

Hatari komst áfram í Eurovision í gærkvöldi.
Hatari komst áfram í Eurovision í gærkvöldi. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notfærðu þér þann hæfileika þinn að vera fundvís á missmíðir. Njóttu þess að vera með öðrum og að deila draumum þínum og framtíðarvonum með þeim.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notfærðu þér þann hæfileika þinn að vera fundvís á missmíðir. Njóttu þess að vera með öðrum og að deila draumum þínum og framtíðarvonum með þeim.