Ekkert mál fyrir Hatara

Fulltrúar Íslands í Eurovision eru á heimleið og var ekkert mál fyrir Hatara-hópinn að fara í gegnum eftirlit á flugvellinum í Tel Aviv að sögn Felix Bergssonar, fararstjóra íslenska Eurovision-hópsins. Flugvél íslenska hópsins var að fara í loftið frá Ben Gurion-flugvelli nú á áttunda tímanum.

Norskur dansari úr föruneyti söngkonunnar Madonnu sætti yfirheyrslum í tæpar tvær klukkustundir á flugvellinum í Tel Aviv í gær en Mona Berntsen bar þjóðfána Palestínu á baki sér og sýndi hann í dans­atriði Madonnu í söngv­akeppn­inni á laugardag.

Ekki er óalgengt að fólk lendi í löngum yfirheyrslum á ísraelskum flugvöllum þegar það yfirgefur landið.

Líkt og fram kom í frétt mbl.is árið 2006 var Dor­rit Moussai­eff, þáverandi for­setafrú, stöðvuð af ísra­elskri lög­reglu á Ben Guri­on-flug­velli í Ísra­el, þegar hún hugðist halda þaðan að lok­inni þriggja daga dvöl í land­inu. Var Dor­rit kyrr­sett á vell­in­um í tæp­ar tvær klukku­stund­ir áður en hún fékk að fara úr landi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes