Leið eins og fjalli við hliðina á Aniston og Cox

Lisa Kudrow hefur ekki alltaf verið sátt í eigin skinni.
Lisa Kudrow hefur ekki alltaf verið sátt í eigin skinni. AFP

Leikkonan Lisa Kudrow segir að henni hafi liði eins og fjalli hliðan á samstarfskonum sínum Jennifer Aniston og Corteney Cox. Kudrow greindi frá þessu í hlaðvarpsþættinum „WTF“ með Marc Maron.

Hún segist hafa horft á þættina og hugsað með sér að hún væri fjall miðað við mótleikara sína. „Maður sér sjálfan sig í sjónvarpinu og hugsar „Guð minn góður, ég er bara fjall af stelpu.“ Ég er stærri en Corteney og Jennifer, stærri, mér finnst beinin mín stærri. Mér leið bara eins og fjalli af konu hliðina á þeim,“ sagði Kudrow.

Kudrow segir að sér hafi ekki alltaf liðið vel í eigin skinni og oft verið of létt. „Konur líta vel út þegar þær eru of grannar, því miður. Þegar ég var of grönn var ég alltaf veik. Kvef, kinnholubólga, ég var alltaf veik,“ sagði Kudrow.

Í dag reynir hún að vera sátt við líkama sinn. Hún segist þó stundum lenda í stríði við sjálfa sig um útlit sitt. 

View this post on Instagram

saturday night with a friend ♥️♥️♥️ @lisakudrow

A post shared by Courteney Cox (@courteneycoxofficial) on Apr 13, 2019 at 11:17pm PDT

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Félagslífið stendur í miklum blóma, sem þýðir að þú þarft að standa við gefin loforð. Einnig er lag að byrja nýtt samband og handsala viðskipti.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Félagslífið stendur í miklum blóma, sem þýðir að þú þarft að standa við gefin loforð. Einnig er lag að byrja nýtt samband og handsala viðskipti.