Talar opinskátt um geðhvörfin

Kanye West og eiginkona hans, Kim Kardashian.
Kanye West og eiginkona hans, Kim Kardashian. mbl.is/AFP

Fjöllistamaðurinn Kanye West ræðir opinskátt um geðhvörf, en hann greindist með sjúkdóminn fyrir um tveimur árum. West er einn af viðmælendum David Letterman í 2. seríu af spjallþáttunum „My Next Guest Needs No Introduction“ sem fer í loftið á Netflix á föstudag.

„Það er ekki hægt að útskýra þetta á auðveldan hátt, þetta er bara eitthvað sem þarf tíma til að skilja. Það gerast stundum hlutir þar sem þú myndir, fyrir hundrað árum, loka frænda þinn inni í herbergi,“ sagði West í viðtalinu.

„Ég er að byrja að rannsaka þetta því upplifunin af því að fara í gegnum köstin, og fara á sjúkrahúsið, það eru atvik sem ég þarf að tala um opinberlega svo þetta breytist. Þannig að ég ætla að tala um þetta opinberlega núna, til að reyna að breyta,“ sagði West. Hann lýsir því að þegar hann fer í maníu treystir hann ekki neinum og heldur að allir séu með í ráðabruggi gegn honum. Hann segir að það sé mikilvægt að hafa einhvern til staðar sem hann treystir þegar hann fer í maníu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav