220 sýningar og 104 þúsund gestir

Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Björgvin Franz Gíslason í hlutverkum sínum …
Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Björgvin Franz Gíslason í hlutverkum sínum í Ellý.

Áhorfendamet Borgarleikhússins verður slegið á lokasýningu á leikritinu vinsæla Ellý á Stóra sviði leikhússins í kvöld.

Áhorfendafjöldi sýningarinnar, sem fjallar um ævi og ástir Ellýjar Vilhjálms, fer þá upp í 104.466 gesti. Þetta verður sýning númer 220 í röðinni, sem er einnig met í Borgarleikhúsinu, að því er kemur fram á vefsíðu leikhússins.

Sýningin var frumsýnd á Nýja sviði Borgarleikhússins laugardaginn 18. mars árið 2017. Allar sýningar leikársins seldust upp á mettíma og varð fljótt ljóst að það þyrfti að færa sýninguna á stærra svið. Það var gert haustið 2017 og var sýningin frumsýnd á Stóra sviðinu fimmtudaginn 31. ágúst 2017.

Síðan þá hefur ekkert lát verið á vinsældum sýningarinnar eins og sýningafjöldi og áhorfendatölur sýna.

Höfundar leikritsins eru Ólafur Egill Egilsson og Gísli Örn Garðarsson, en sá síðarnefndi er einnig leikstjóri sýningarinnar. Katrín Halldóra Sigurðardóttir fer með hlutverk Ellýjar.

„Nú er komið að lokum ferðar sem spannar rúmlega tvö ár, 28 mánuði, 122 vikur, tvö leiksvið, átta Grímutilnefningar, tvenn Grímuverðlaun, 220 sýningar og 104.466 áhorfendur. Sýningin hefur verið sýnd í um 37.400 mínútur, um 623 klukkutíma eða um 26 sólarhringa. Við þökkum kærlega fyrir okkur,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson