Flett ofan af Sólrúnu Diego á Twitter

Sólrún Diego.
Sólrún Diego.

Í nýrri færslu á Instagram hjá þrifadrottningunni Sólrúnu Diego má illilega greina að um samstarf er að ræða. Haukur Bragason setti inn skjáskot af myndskeiðinu á Twitter í dag í þráð þar sem hann hefur komið upp um duldar auglýsingar hjá áhrifavöldum. 

Haukur birti áður myndir úr myndskeiði hjá áhrifavaldinum Tönju Ýr, þar sem myllumerkið #samstarf er skrifað í hvítum stöfum ofan á hvítan bakgrunn. Færslan hlaut mikla athygli á sínum tíma og yfir 600 manns líkuðu við hana.

Það sama er uppi á teningnum hjá Sólrúnu, en niðri í hægra horninu setti hún myllumerkið í hvítum stöfum og fer það yfir hvítan bakgrunn. Erfitt er að greina merkinguna og þarf að súmma inn á myndina til að sjá það.

Í leiðbeiningum Neytendastofu um auðþekkjanlegar auglýsingar stendur „Merkingin þarf því að vera vel staðsett og hafa skýrt og nægilega stórt letur.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í góðu jafnvægi andlega sem líkamlega og mátt ekki láta neitt verða til að trufla það. Gættu að hvað þú segir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í góðu jafnvægi andlega sem líkamlega og mátt ekki láta neitt verða til að trufla það. Gættu að hvað þú segir.