Beckham mættur aftur til landsins

Beckham er í veiðiferð á landinu.
Beckham er í veiðiferð á landinu. skjáskot/Instagram

Fótboltakappinn David Beckham er mættur til landsins í veiði og hefur skrásett ferðina nokkuð ítarlega á Instagram. 

Beckham er í föruneyti með vini sínum og viðskiptamanninum Björgólfi Thor Björgólfssyni og breska leikstjóranum Guy Rithcie. Þeir virðast hafa eytt síðustu dögum vítt og breitt um landið og veitt bæði í ám og á sjó. 

Veðrið hefur leikið við þá félaga í ferðinni og virðist Beckham enn sem áður mjög hrifinn af íslenskri náttúru. Beckham kom hingað til lands í fyrrasumar, einnig í veiðiferð með félögum sínum Björgólfi og Ritchie. 

Í þetta skiptið voru þeir félagar að veiða í Haffjaraðará á Snæfellsnesi og virðast svo hafa skellt sér út á Breiðafjörðinn og gætt sér á fersku sjávarfangi um borð.

Þeir félagar, Björgólfur, Ritchie og Beckham voru prúðbúnir á veiðum
Þeir félagar, Björgólfur, Ritchie og Beckham voru prúðbúnir á veiðum skjáskot/Instagram
Beckham skellti sér ofan í ána en fannst hún ansi …
Beckham skellti sér ofan í ána en fannst hún ansi köld. skjáskot/Instagram
Þeir ferðuðust um á Land Rover Björgólfs.
Þeir ferðuðust um á Land Rover Björgólfs. skjáskot/Instagram
Beckham er lítið stressaður hér á Íslandi.
Beckham er lítið stressaður hér á Íslandi. skjáskot/Instagram
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér sýnist erfitt að láta alla hluti falla á sinn stað, er það engu að síður mögulegt. Gakktu í smiðju til annarra ef þig skortir hugmyndir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér sýnist erfitt að láta alla hluti falla á sinn stað, er það engu að síður mögulegt. Gakktu í smiðju til annarra ef þig skortir hugmyndir.