Gossip Girl snýr aftur

Það lítur ekki út fyrir að gömlu Gossip Girl-stjörnurnar snúi …
Það lítur ekki út fyrir að gömlu Gossip Girl-stjörnurnar snúi aftur.

Fyrir tíu árum var Gossip Girl ein vinsælasta sjónvarpsþáttaröð í heimi. Aðdáendur þáttanna geta glaðst en framhald af þáttunum er í bígerð og er efnisveitan HBO Max sem er í eigu WarnerMedia búin að panta tíu þætti. 

Sjónvarpsþættirnir munu þó ekki fylgja sömu persónum heldur kynna nýjar persónur að því fram kemur á vef E!. Þættirnir gerast átta árum eftir að hinni vinsælu þáttaröð lauk og fylgja hópi unglinga í einkaskóla á Manhattan rétt eins og áður. Josh Shwartz og Stephanie Savage koma að framleiðslu þáttanna en þau sköpuðu upprunalegu þáttaröðina. 

Ekkert hefur heyrst hvort að þau Blake Lively, Penn Badgley, Chace Crawford, Leighton Meester eða Ed Westwick muni snúa aftur. Leikkonan Kristen Bell var sögumaður og talaði fyrir slúðurstelpuna en ekki er víst hvort hún snúi aftur. 

„Enginn hefur spurt mig að því,“ sagði Meester sem túlkaði Blair Waldorf þegar hún var spurð út í endurkomu Gossip Girl í byrjun árs. „Það talar enginn við mig um þetta nema í viðtölum og eins og ég hef alltaf sagt: „Aldrei að segja aldrei“.“

Gossip Girl gekk á árunum 2007 til 2012. HBO Max á að fara í loftið vorið 2020 og þar munu Friends-þættirnir meðal annars vera aðgengilegir en Netflix missir sýningaréttinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson