DJ Muscleboy gefur út sumarsmell

Dj Muscleboy gaf út nýtt lag í dag.
Dj Muscleboy gaf út nýtt lag í dag. Ljósmynd/Aðsend

Plötusnúðurinn Egill Einarsson, eða DJ Muscleboy eins og hann kallar sig, gaf út nýjan sumarsmell í dag. Lagið ber nafnið Summerbody og í því hvetur DJ Muscleboy hlustendur sína til að hreyfa sig og borða hollt líkt og í fyrri lögum sínum. 

Í þetta skiptið fær hann aðstoð frá stórsöngvaranum Sverri Bergmann. Alþjóðlega rave-nafn Sverris virðist vera Manswess en hvort Sverrir hafi samþykkt það nafn eða ekki er óvitað. Með laginu fylgir einnig tónlistarmyndband og er það samantekt á stemningunni frá Þjóðhátíð í Eyjum árið 2018. Í því má sjá FM95Blö-strákana stíga á stóra sviðið á þjóðhátíð, en þeir munu einnig gera það í ár. 


 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er í mörg horn að líta hjá þér bæði í leik og starfi. Stuðið felst í að láta það virðast auðvelt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er í mörg horn að líta hjá þér bæði í leik og starfi. Stuðið felst í að láta það virðast auðvelt.