Að ýmsu að huga fyrir Sheeran

Framundan er stærsta tónleikahald Íslandssögunnar þegar Ed Sheeran kemur fram í Laugardalnum 10. og 11. ágúst. Búið er að setja upp verslun og miðaafhendingu í Kringlunni þar sem m.a. er hægt að versla hárkollu til að vera í stíl við goðið. Gott er að skipuleggja sig vel til að forðast biðraðir.

Í myndskeiðinu er komið við í versluninni og rætt við Jón Þór Eyþórsson sem er í skipuleggjendateymi fyrir tónleikana. 

Þar má meðal annars sjá stærðarinnar vegg með upplýsingum sem koma sér vel þegar 30 þúsund manns flykkjast í Laugardalinn til að sjá Írann rauðhærða. Til að mynda verður Engjavegur lokaður nema fyrir bíla með fjórum farþegum sem ætla sér að leggja við Skautahöllina. 

Frekari upplýsingar er að finna hér.

Laugardalurinn verður undirlagður vegna tónleika Ed Sheeran.
Laugardalurinn verður undirlagður vegna tónleika Ed Sheeran.
mbl.is

Bloggað um fréttina