Katrín Tanja í Body Issue ESPN

Katrín Tanja Davíðsdóttir verður í Body Issue tímariti ESPN.
Katrín Tanja Davíðsdóttir verður í Body Issue tímariti ESPN. Ljósmynd/Instagram

„Draumur minn er bókstaflega að rætast,“ skrifar Katrín Tanja Davíðsdóttir á Instagram en hún verður í nýjasta Body Issue tímariti íþróttamiðilsins ESPN. 

Crossfit-stjarnan nær þar nokkuð merkum áfanga en hún er bæði fyrsti Íslendingurinn til að birtast í tímaritinu og fyrsta crossfit-stjarnan. Hún hefur tvívegis sigrað heimsleikana í crossfit, árið 2015 og 2016. Í ár lenti hún í 4. sæti á heimsleikunum og efst af íslensku konunum sem tóku þátt.

„Allt íþróttafólkið sem birtist í Body Issue tímariti ESPN er í heimsklassa í þeirri íþrótt sem það stundar. Líkamar okkar allra eru svo mismunandi en samt sem áður svo fallegir og hæfir,“ skrifar Katrín Tanja.

Body Issue tímarit ESPN er gefið út árlega þar sem fjallað er um íþróttafólk í fremstu röð hvaðanæva af úr heiminum. Á myndunum er íþróttafólkið hálfnakið. 

„Ég elska að þetta blað sýni og fagni mismunandi líkamsbyggingu fólks og fegurðina við hvað við getum gert. Við höfum öll lagt mikið á okkur til að komast á þennan stað. Ég get ekki beðið eftir því að deila þessu með ykkur,“ bætir Katrín Tanja við að lokum. Blaðið kemur út þann 6. september næstkomandi en myndirnar úr því koma 4. september.

Færsla Katrínar Tönju.
Færsla Katrínar Tönju. skjáskot/Instagram.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes