Líðan Hart sæmileg eftir slysið

Líðan Kevin Hart er sæmileg.
Líðan Kevin Hart er sæmileg. AFP

Leikarinn Kevin Hart er sagður við sæmilega heilsu eftir bílslysið sem hann lenti í í síðustu viku. Hart var farþegi í bíl sem valt á hraðbraut í Los Angeles. Hann hlaut alvarleg bakmeiðsli í kjölfarið og fór í aðgerð stuttu seinna. 

Vinur hans, Dwayne Johnson, sagði í viðtali við Kelly Clarkson í The Kelly Clarkson Show að hann hefði talað við hann og honum liði sæmilega. „Og veistu hvað? Þessir hlutir gerast í lífinu og sem betur fer var hann í bílbelti,“ sagði Johnson. 

Johnson var gestur Clarkson í fyrsta þætti hennar, en hann kom í stað vinar síns Harts sem átti að vera fyrsti gesturinn. Johnson og Hart eru perluvinir og hafa leikið saman í nokkrum kvikmyndum. 

„Ég elska þennan mann, hann er einn af mínum bestu vinum. Og Guði sé lof, þetta hefði getað farið miklu verr. Hann er heppinn maður og hann veit það,“ sagði Johnson og sagðist ætla að heimsækja hann á sjúkrahúsið fljótlega.

Dwayne Johnson steig inn fyrir Hart í The Kelly Clarkson …
Dwayne Johnson steig inn fyrir Hart í The Kelly Clarkson Shown. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sambönd eru ekki svo flókin þegar þú veltir þeim fyrir þér. Samskipti eru yfir höfuð eitthvað stirð í dag og það er ekkert við því að gera.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sambönd eru ekki svo flókin þegar þú veltir þeim fyrir þér. Samskipti eru yfir höfuð eitthvað stirð í dag og það er ekkert við því að gera.