Trump kallaði Teigen sorakjaft

John Legend og „sorakjafturinn eiginkona hans“ Chrissy Teigen.
John Legend og „sorakjafturinn eiginkona hans“ Chrissy Teigen. mbl.is/AFP

Donald Trump forseti Bandaríkjanna kallaði fyrirsætuna Chrissy Teigen sorakjaft á Twitter seint á sunnudagskvöld. Hann skrifaði þó ekki nafn hennar heldur kallaði hana eiginkonu Johns Legends, sem hún vissulega er. 

„Tónlistarmaðurinn John Legend, og sorakjafturinn eiginkona hans, eru að tala um hversu frábær [lögin um endurbætur á réttarkerfinu] eru  en ég sá þau ekki þegar við þurftum hjálp við að koma þeim í gegn. „Blaðamaðurinn“ Lester Holt minnist ekki einu sinni á Trump forseta eða repúblikana þegar talað er um þau,“ skrifaði Trump.

Teigen er þekkt fyrir mikla viðveru á Twitter. Þessi færsla fór ekki framhjá henni og svaraði hún fyrir sig í orðljótu tísti. Trump merkti Teigen ekki, því hann lokaði á hana á Twitter árið 2017. Síðan hefur reyndar fallið dómur um að forseti Bandaríkjanna megi ekki loka á neinn á samfélagsmiðlum.

„Lol, þvílík píku-rass-tík. Merkti alla nema mig. Það er heiður, herra forseti,“ skrifaði Teigen í svari sínu.

Það sem var kveikjan að tísti Trumps var sjónvarpsútsending þar sem fjallað var um endurbætur á réttarkerfinu í Bandaríkjunum. Teigen var þar ásamt eiginmanni sínum og var Trump ósáttur við að ekki væri minnst á hlutverk hans í endurbótunum. 

Teigen hefur hlotið mikinn stuðning á samfélagsmiðlum, enda með eindæmum vinsæl þar. Sjálf grínaðist hún líka með atvikið og setti inn færslu þar sem hún skrifar til Lunu dóttur sinnar, en þetta var kvöldið fyrir fyrsta skóladag Lunu litlu.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í góðu jafnvægi andlega sem líkamlega og mátt ekki láta neitt verða til að trufla það. Gættu að hvað þú segir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í góðu jafnvægi andlega sem líkamlega og mátt ekki láta neitt verða til að trufla það. Gættu að hvað þú segir.