Felicity Huffman dæmd í 14 daga fangelsi

Actress Felicity Huffman, escorted by her husband William H. Macy …
Actress Felicity Huffman, escorted by her husband William H. Macy (L), exits the John Joseph Moakley United States Courthouse in Boston, where she was sentenced by Judge Talwani for her role in the College Admissions scandal on September 13, 2019. - Actress Felicity Huffman gets 14 days jail in US college admissions scandal (Photo by Joseph Prezioso / AFP) AFP

Leikkonan Felicity Huffman var í dag dæmd til 14 daga fangelsisvistar fyrir þátt hennar í Háskólasvindlsmálinu svokallaða. Hún þarf að sinna 250 klukkustundum í samfélagsvinnu og greiða 30 þúsund Bandaríkjadali í sekt eða sem nemur tæplega fjórum milljónum króna.

BBC greinir frá.                                         

Huffman hafði játað fyrir dómi að hafa greitt ungri stúlku 15 þúsund dali til þess að taka SAT-próf fyrir dóttur sína. 

Fimmtíu einstaklingar, meðal annars foreldrar og íþróttaþjálfarar, voru ákærðir fyrir þátt sinn í svindlinu sem teygði anga sína víða.

„Það er ekkert sem afsakar eða réttlætir hegðun mína. Punktur. Ég vil biðja dóttur mína, eiginmann minn, fjölskyldu mína og háskólasamfélagið afsökunar á gjörðum mínum,“ sagði Huffman í yfirlýsingu eftir dómsuppkvaðningu.

„Og ég vil sérstaklega biðja þá stúdenta sem unnu hörðum höndum alla daga til að komast inn í háskóla afsökunar sem og foreldra þeirra sem færðu ýmsar fórnir til að styðja við menntun barna sinna,“ bætti hún við.

Dómarinn sagði að hún teldi að Huffman hefði tekið fulla ábyrgð á gjörðum sínum en það að „reyna að vera góð móðir“ gæti ekki afsakað gjörðir hennar.

Lori Loughlin gæti fengið harðari dóm

Leikkonan Lori Loughlin og eiginmaður hennar Mossimo Giannulli voru einnig ákærð vegna svikamyllunar.

Þau sögðust vera sak­laus fyr­ir dóm­ara fyrr á ár­inu og því hef­ur mál þeirra gengið mun hæg­ar en mál Huffm­an. Einnig er bú­ist við að þau fái mun harðari dóm, jafnvel allt að 40 ára fang­els­is­dóm. 

Loug­hlin og Gi­annulli munu mæta á áheyrn­ar­fund fyr­ir dóm­ara 2. októ­ber næst­kom­andi. Vin­ir Loug­hlin eru ugg­andi yfir máli henn­ar og telja hana hafa átt að játa sekt­ina strax frá byrj­un. Hjón­in hafa sýnt sam­stöðu í mál­inu og af­söluðu sér rétt­in­um að hafa hvort sinn lög­fræðing­inn.

Loug­hlin og Gi­annulli hafa haldið því fram að þau séu sak­laus þar sem þau hafi ekki vitað að þau væru að gera eitt­hvað ólög­legt. Þau hafi vissu­lega greitt þessa upp­hæð en talið sig vera að styrkja skól­ann, líkt og tíðkast meðal ríkra for­eldra í Banda­ríkj­un­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson