„Þetta er illa tekið og það er málið“

Úr þættinum.
Úr þættinum. Ljósmynd/Aðsend

Fyrsti þáttur ársins hjá Rjómanum, vídeónefndar innan Verslunarskóla Íslands, kom út í dag og fengu þau lánaða blaðsíðu úr bók bandaríska The Office við gerð þáttarins. Þátturinn var sýndur í Bláa sal skólans í síðustu viku og fékk góða dóma.

Venjulega gefur Rjóminn út tvö myndbönd á hverju skólaári en þetta er einskonar bónusþáttur og kemur nefndin til með að framleiða tvo hefðbundna sketsaþætti í viðbót á skólaárinu.

„Ég hafði verið að horfa mikið á Office síðustu mánuði og þá bara kom hugmyndin,“ segir Baldvin Bjarki Gunnarsson, einn af nefndarmönnum Rjómans. Hann segir þau hafa unnið að handriti þáttanna í allt sumar og eytt svo heilli helgi í að taka þá upp.

Verzló office.
Verzló office. Ljósmynd/Aðsend

Office-þáttur Rjómans er ekki tilraun til þess að endurskapa einhvern ákveðinn þátt eða fá lánaða karaktera úr þáttunum heldur endursköpun á andrúmsloftinu í The Office. „Þetta er bara venjulegt fólk og það kemur ýmislegt upp á á skrifstofunni,“ segir Baldvin.

Killian Gunnlaugur E. Briansson og Árni Þór Guðjónsson eru formenn nefndarinnar. Killian segir að þau hafi bara viljað taka grunnhugmyndina á bak við Office og gera hana að sinni. „Þeir eru illa teknir og það er málið,“ segir Killian.

Það má segja að The Office hafi átt hug og hjarta nefndarinnar á þessum tíma og segir Baldvin að þau hafi horft á þættina á milli þess sem þau tóku upp sinn eigin. Killian, Guðrún Margrét Bjarnadóttir, Álfheiður Dís Stefánsdóttir, Gunnar Hrafn Kristjánsson, Baldvin Bjarki og Árni Þór skrifuðu mestallt handritið. 

Árni Þór segir að þeim hafi þótt þetta ansi stórt verkefni – að reyna að endurskapa andrúmsloftið í The Office, sem eru meðal vinsælustu þátta sjónvarpssögunnar. „Við vildum ekki klúðra þessu. Þegar við frumsýndum þáttinn í Bláa sal komu tveir harðir Office-aðdáendur til mín og sögðust vera stressaðir yfir þættinum en svo voru þeir mjög ánægðir með útkomuna hjá okkur,“ sagði Árni.

Sem fyrr segir fá þau ekki lánaða karaktera úr The Office heldur sköpuðu sína eigin. „Sumarið fór bara í þetta og við prófuðum karakterana okkar. Við tókum það sem var einkennandi við persónur okkar og ýktum það,“ sagði Baldvin.

„Við tókum eiginlega verstu eiginleika okkar og ýktum þá. Við vildum gera karaktera sem enginn myndi vilja hanga með,“ sagði Killian.

Nefndina skipa Ágúst Örn Wigum, Álfheiður Dís Stefánsdóttir, Árni Þór Guðjónsson, Baldvin Bjarki Gunnarsson, Gunnar Hrafn Kristjánsson, Guðrún Margrét Bjarnadóttir, Gústav Nilsson, Halldóra Elín Einarsdóttir, Haukur Sveinsson, Jón Ólafur Hannesson, Killian Gunnlaugur Briansson, Kolbrún Sara Haraldsdóttir, Snorri Beck og Ólafur Marel Árnason.

Leikstjórn: Árni Þór Guðjónsson og Killian Gunnlaugur Brianson.

Upptaka: Árni Þór Guðjónsson, Kolbrún Sara Haraldsdóttir og Ágúst Örn Wigum.

Klipping: Árni Þór Guðjónsson.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson