Rúv greiðir sektina en ekki Hatari

Hatari á sviðinu í Tel Aviv í Ísrael í vor.
Hatari á sviðinu í Tel Aviv í Ísrael í vor. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við lítum svo á að málinu sé lokið og engin ástæða til að grípa til viðbótarráðstafana eða breyta reglum á einhvern hátt,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Rík­is­út­varp­sins, spurður hvort til standi að herða reglur um þátttakendur í Söngvakeppninni vegna sektar sem RÚV þarf að greiða vegna framgöngu Hatara í keppninni í vor.

Sam­band evr­ópskra sjón­varps­stöðva, EBU, til­kynnti að RÚV yrði sektað um 5.000 evrur eða tæplega 700 þúsund krónur fyr­ir fram­göngu Hat­ara í græna her­berg­inu í lok Söngv­akeppn­inn­ar í Ísra­el í vor. Hat­ari dró upp borða í fána­lit­um Palestínu þegar sjón­varps­mynda­vél­um var beint að þeim.

Ekki verður farið fram á að Hatari greiði sektina úr eigin vasa, að sögn Skarphéðins. Hann ítrekar að RÚV hafi gert allar mögulegar ráðstafanir til að farið yrði að reglum keppninnar. „Það eru gerðir ítarlegir samningar við keppendur okkar. Þeir eru á okkar ábyrgð þarna og við öxlum þá ábyrgð og stöndum með þeim líka. Það verða engin eftirmál af þessu,“ segir Skarphéðinn. 

Hér er hægt að lesa yfirlýsinguna í heild sinni.  

Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV.
Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst þú verða fyrir miklum þrýstingi frá samstarfsmanni þínum. Hugsanlegt er að einhver plati þig, annað hvort óviljandi eða af ráðnum huga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst þú verða fyrir miklum þrýstingi frá samstarfsmanni þínum. Hugsanlegt er að einhver plati þig, annað hvort óviljandi eða af ráðnum huga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir