Jólastjarnan 2019 – Opnað fyrir innsendingar!

Birgitta Haukdal, Björgvin Halldórsson og Auður.
Birgitta Haukdal, Björgvin Halldórsson og Auður.

Í dag, 1. október var opnað fyrir innsendingar myndbanda í Jólastjörnuna 2019. Sjón­varp Sím­ans, mbl.is, Góa, Fjarðar­kaup og Sena Live standa fyr­ir þessari söng­keppni fyr­ir ungra snill­inga sem nú er haldin níunda árið í röð. Sig­ur­veg­ar­inn kem­ur fram í Eld­borg­ar­sal Hörpu með ara­grúa af stjörn­um dag­ana 21. og 22. des­em­ber á stór­tón­leik­un­um Jóla­gest­ir Björg­vins. 

Þátt­tak­end­ur syngja lag að eig­in vali og senda okk­ur hlekk á mynd­bands­upp­töku af söngn­um. 

Dóm­nefnd, skipuð þeim Björgvin Halldórssyni, Auði og Birgittu Haukdal, vel­ur þá 12 söngv­ara sem skara fram úr og verða þeir boðaðir í pruf­ur sem munu skera úr um hver verður Jóla­stjarn­an 2019. Sjón­varp Sím­ans ger­ir sér­staka þáttaröð um allt ferlið og verða þrír þætt­ir sýnd­ir seinni hluta nóv­em­ber og byrjun desember. Í fyrstu tveim­ur koma kepp­end­urn­ir tólf í pruf­ur og í þeim þriðja er sig­ur­veg­ar­inn af­hjúpaður.

Við biðjum þátt­tak­end­ur vin­sam­leg­ast að fylla út upp­lýs­ing­ar í þar til gerða reiti hér fyr­ir neðan. Setja þarf meðal ann­ars inn hlekki á mynd­bönd eða skrár þar sem þátt­tak­end­ur láta ljós sitt skína.

Ein­göngu er tekið við mynd­bönd­um sem vistaðar eru á síðunni youtu­be.com. Kepp­end­ur senda þá hlekk á mynd­bandið í um­sókn­inni og láta leyni­orð fylgja ef þess þarf.

Laga­val er al­gjör­lega frjálst, en lagið sem sungið er má vera eft­ir hvern sem er, af hvaða teg­und og tungu­máli sem hver og einn vill. Það má vera jóla­lag en þarf það ekki. Þátt­tak­end­ur ráða því að auki hvort þeir syngi við und­ir­spil eður ei.

Skrán­ingu lýk­ur á miðnætti miðviku­dag­inn 14. októ­ber. Tólf krakk­ar verða í kjöl­farið boðaðir í pruf­ur sem fara fram laugardaginn 26. október og sig­ur­veg­ar­inn verður svo af­hjúpaður í lokaþætti Jóla­stjörn­unn­ar hjá Sjón­varpi Sím­ans.

Ald­urstak­mark: 14 ára og yngri. Þú getur skráð þig HÉR. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er rangt að telja að allt viðgangist bara ef það kemst ekki upp. Gættu þess þó að sum mál eru alls ekki ætluð öðrum, þótt góðir séu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er rangt að telja að allt viðgangist bara ef það kemst ekki upp. Gættu þess þó að sum mál eru alls ekki ætluð öðrum, þótt góðir séu.