Pierce Brosnan mættur til landsins

Pierce Brosnan.
Pierce Brosnan.

Stórleikarinn Pierce Brosnan er mættur til landsins og sást til hans á göngu í miðbæ Reykjavíkur í dag að því er fram kemur á vef Fréttablaðsins

Brosnan er eflaust mættur hingað til lands til þess að leika í Eurovision-kvikmynd Will Ferrell en þar mun hann fara með hlutverk heitasta piparsveins Íslands. 

Kvikmyndin verður að hluta til tekin upp norður á Húsavík. Því má gera ráð fyrir að Brosnan kveðji miðbæinn áður en langt um líður og skelli sér norður. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leikarinn kemur hingað til lands, en hann var hér við tökur á Bond-myndinni Die Another Day rétt upp úr aldamótum. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Allir þurfa að eiga sér undankomuleið, hvernig sem viðrar í mannlífinu. Brostu bara við heiminum og þá mun heimurinn reynast þér vel.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Allir þurfa að eiga sér undankomuleið, hvernig sem viðrar í mannlífinu. Brostu bara við heiminum og þá mun heimurinn reynast þér vel.