Ída Jónasdóttir Herman fallin frá

Ída með langþráð íslenskt vegabréf.
Ída með langþráð íslenskt vegabréf. Skjáskot/Instagram

Ída Jónasdóttir Herman er látin 94 ára að aldri. Hún var fyrst íslenskra kvenna til að fá leyfi til þess að giftast bandarískum hermanni og fluttist hún með eiginmanni sínum, Delbert Herman, til Bandaríkjanna við lok síðari heimsstyrjaldarinnar. 

Ída missti íslenskan ríkisborgararétt sinn í kjölfarið samkvæmt þágildandi lögum. Hún gerði það að markmiði sínu að endurheimta íslenskan ríkisborgararétt sinn aftur sem hún og gerði nú í sumar þegar Alþingi veitti henni hann. 

Hún fagnaði endurheimtum ríkisborgararétti sínum hér á landi í sumar og bauð til veislu á Hressingarskálanum. Fjallað var um Ídu í heimildarþætti á Rúv um páskana. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav