Bledel hættulegasta stjarnan á netinu

Bledel er sú hættulegasta.
Bledel er sú hættulegasta. ANGELA WEISS

Leikkonan Alexis Bledel er hættulegasta stjarnan á netinu árið 2019 að mati netöryggisfyrirtækisins McAfee. Nafn engrar annarrar stjörnu var líklegra til að leiða notendur á óöruggar vefsíður og vírusa. 

Næsthættulegasta nafnið var nafn spjallþáttastjórnandans James Corden og þar á eftir var Game of Thrones-stjarnan Sophie Turner. Í rannsókninni var tilgangurinn að sýna hversu slæmar afleiðingar það hefur að ýta á vafasama hlekki á netinu. 

Netþrjótar tengja vírusa við nöfn frægra stjarna í þeirri von að aðdáendur leiti að þeim á netinu og ýti á hlekkina. McAfee undirstrikar einnig þá áhættu að leita að „sjóræningaefni“ og minnir á að vera með vírusvarnir í tölvum.

„Notendur gera sér kannski ekki grein fyrir því að leitir þeirra geta verið áhættusamar né skilja þeir afleiðingarnar á því að gefa persónuupplýsingar upp á netinu í skiptum fyrir kvikmyndir, þætti eða tónlist,“ sagði Gary Davis, sérfræðingur hjá McAfee í tilkynningu.

Davis útskýrði að Bledel og Turner væru líklegastar á þessum lista vegna þess að þær léku í vinsælum þáttum á þessu ári, Handmaid's Tale og Game of Thrones. Báðar þáttaraðirnar eru aðgengilegar í gegnum streymisveitu sem greiða þarf gjald af, Hulu og HBO. Því sé þessum þáttum lekið á netið og netverjar ná í þá ólöglega. Þannig skapast sú áhætta að fá vírus í tölvuna. 

Á síðasta ári var Ruby Rose efst á listanum en það var líklegast þar sem hún fékk hlutverk Leðurblökukonunnar.

Turner er þriðja hættulegasta stjarnan á netinu.
Turner er þriðja hættulegasta stjarnan á netinu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson