Sonurinn frétti af trúlofuninni á Instagram

Lamar Odom er trúlofaður en hann er fyrrverandi eiginmaður raunveruleikastjörnunnar …
Lamar Odom er trúlofaður en hann er fyrrverandi eiginmaður raunveruleikastjörnunnar Khloe Kardashian. AFP

Sonur Lamar Odom, Lamar yngri, virtist ekki sáttur við hvernig faðir hans kom fram við hann þegar körfuboltakappinn og raunveruleikastjarnan fyrrverandi greindi frá trúlofun sinni. Lamar yngri sem er fæddur árið 2002 frétti það á Instagram að faðir hans væri trúlofaður.  

Í athugasemd á Instagram sem nú hefur verið eytt að því er fram kemur á vef Page Six sagði sonur hans frá því að fjölskylda og vinir Odom væru ekki sáttir við nýju konuna. Hún hefði náð að fara illa með hann á aðeins fjórum mánuðum. „Skömm að fjölskyldan þurfi að frétta af þessu á samfélagsmiðlum en þannig hefur lífið alltaf verið sem sonur Odom,“ skrifaði Lamar yngri. 

Odom birti aðra og yfirvegaðri færslu næsta dag þar sem hann hann sagðist hafa hlaupið á sig. Hann sagði hafa verið erfitt að sjá á samfélagsmiðlum að faðir hans hefði trúlofað sig. „Þegar allt kemur til alls er ég unglingur sem er að verða fullorðinn maður. Ég verð ábyrgur fyrir því sem ég birti. Ég hef ekkert nema ást til föður míns og vil það besta fyrir hann.“

Odom varð heims­fræg­ur fyr­ir hjóna­band sitt og Khloé Kar­dashi­an. Odom, sem hef­ur glímt við marg­vís­leg­an fíkni­vanda, var kvænt­ur Kar­dashi­an í tæp sjö ár, frá 2009 til 2016. Hjóna­band þeirra var ekki dans á rós­um og seg­ist Odom sjá eft­ir hvernig hann hagaði sér á meðan þau voru gift. Khloé sótti tvisvar um skilnað meðan á hjóna­bandi þeirra stóð. Hún stóð þó þétt við bakið á hon­um eft­ir að hann lenti á spít­ala eft­ir að hafa tekið of stór­an skammt af lyfj­um árið 2015. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það þarf ekki alltaf einhver ósköp til þess að lífga upp á tilveruna. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun ganga upp. Vertu bjartsýn/n.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það þarf ekki alltaf einhver ósköp til þess að lífga upp á tilveruna. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun ganga upp. Vertu bjartsýn/n.