Lamar Odom trúlofaður eftir örstutt samband

Lamar Odom er á leiðinni upp að altarinu á ný.
Lamar Odom er á leiðinni upp að altarinu á ný. AFP

Körfuboltakappinn Lamar Odom hefur trúlofast kærustu sinni, Sabrinu Parr. Parið greindi frá trúlofun sinni á Instagram. Odom skrifaði á Instagram að Parr væri sú eina rétt en Odom hefur hingað til ekki haft heppnina með sér þegar kemur að konum. Hann varð heimsfrægur fyrir hjónaband sitt og Khloé Kardashian. 

Odam og Parr greindu frá sambandi sínu á Instagram í ágúst en í sama mánuði fóru að heyrast fréttir af sambandinu. Þau hafa því ekki verið lengi saman en greinilega nógu lengi til þess að vera viss um að þau vilji vera saman það sem eftir er. 

Odom, sem hefur glímt við margvíslegan fíknivanda, var kvæntur Kar­dashi­an í tæp sjö ár frá 2009 til 2016. Hjóna­band þeirra var ekki dans á rós­um og seg­ist Odom sjá eft­ir hvernig hann hagaði sér á meðan þau voru gift. Khloé sótti tvisvar um skilnað meðan á hjóna­bandi þeirra stóð. Hún stóð þó þétt við bakið á hon­um eft­ir að hann lenti á spít­ala eft­ir að hafa tekið of stór­ann skammt af lyfj­um árið 2015. 

View this post on Instagram

Introducing my new fiancé!! Soon to be Mrs. Parr-Odom. She the ONE!!!! @getuptoparr

A post shared by Lamar Odom (@lamarodom) on Nov 11, 2019 at 6:13pm PST

Lamar Odom og Khloe Kardashian voru gift.
Lamar Odom og Khloe Kardashian voru gift. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er kominn tími til að slaka á og taka því rólega. Veislur, sem haldnar eru í dag, verða óvenju ánægjulegar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er kominn tími til að slaka á og taka því rólega. Veislur, sem haldnar eru í dag, verða óvenju ánægjulegar.