Avril Lavigne hættir með kærastanum

Avril Lavigne er á lausu.
Avril Lavigne er á lausu. AFP

Tónlistarkonan Avril Lavigne og fjárfestirinn Phillip Sarofim eru hætt saman eftir tæplega tvegga ára samband. 

Hin 35 ára gamla Lavigne og fjárfestirinn sáust fyrst saman í Los Angeles í mars 2018. Þau eru sögð hafa kynnst í gegnum sameiginlega vini. 

Lavigne sagði í viðtali fyrr á þessu ári að hún væri ekki búin að gefast upp á hugmyndinni um hjónaband þrátt fyrir að hafa skilið tvisvar sinnum á ævinni. 

„Ég trúi á ástina og ég myndi auðvitað gifta mig aftur, en ég er ekkert að velta mér upp úr því. Ég legg bara áherslu á að vera í heilbrigðu sambandi og að vera hamingjusöm,“ sagði Lavigne. 

Fyrsti eiginmaður Lavigne er Deryk Whibley, þau skildu árið 2009 eftir þriggja ára hjónaband. Hún var einnig gift Nickleback-liðsmanninum Chad Kroeger en þau skildu árið 2015 eftir tveggja ára hjónaband. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú hafir mikið að gera máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Reyndu að ýta efasemdunum frá þér og minna þig á að þú átt allt gott skilið.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú hafir mikið að gera máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Reyndu að ýta efasemdunum frá þér og minna þig á að þú átt allt gott skilið.