Jólaspá Sporðdrekans: Hraði og spenna

mbl.is

Elsku Sporðdrekinn minn, það er mikil spenna í kringum þig og mundu það að nota frekar orðið að vera spenntur en að vera stressaður. Þú ert að læra svo ótalmargt þessa dagana og það eru búnar að vera breytingar sem gefa þér betri stefnu.

Þú skynjar betur hvernig þú getur reddað lífinu og því sem þú ert að fara í gegnum.

Þú stendur svo sterkt upp og hefur engan möguleika á öðru, þú ert tréð í fjölskyldu þinni og það stóla svo margir á þig og þú hefur þann neista sem þarf til að kveikja eld og munt dreifa í kringum þig mikilli jákvæðni, hvort sem þú nennir því eða ekki. Þegar líða tekur á mánuðinn muntu fá upp í hendurnar það sem þú hefur beðið eftir.

Það verður ótrúlegur hraði í kringum þig og þú færð stundum þá tilfinningu þú sért að klessa á, svo þessi mánuður verður fullur af spennu og nýjum og skemmtilegum atburðum eins og þú sért staddur í spennandi bíómynd sem þú getur ekki slitið þig frá.

Njóttu þess, það er eina leiðin til að lifa í nútíðinni, en af og til finnst þér að þú sért að kafna og getir ekki meira, en kraftur, vinnusemi og margbreytileiki mun fleyta þér áfram og eftir því sem þú tekur að þér fleiri verkefni verður lífið betra.

Skilaboð til þeirra sem eru að skoða ástina, þá skaltu grípa tækifærin umsvifalaust og hafa frumkvæðið, þannig mun farnast þér best. Fólk í kringum þig fattar ekki alveg hver þú ert, skilur ekki alltaf að þú meinar bara vel, en það er svo dásamlegt hvað þú getur verið dularfullur en ekkert er fjær sannleikanum en að þú sért fáskiptinn og alvarlegur, því þú ert í raun og veru algjör draumur.

Jólaknús til þín!

Sigga.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson