Mútaði starfsmanni svo hann gæti kvænst 15 ára stúlku

R. Kelly.
R. Kelly. AFP

Tónlistarmaðurinn R. Kelly hefur verið ákærður fyrir að múta starfsmanni hins opinbera til þess að gefa út skilríki fyrir 15 ára gamla stúlku svo hann gæti kvænst henni. BBC greinir frá.

Þetta átti sér stað árið 1994. Í gögnum málsins er vísað til stúlkunnar sem „Jane Doe“ en víst þykir að umrædd stúlka sé tónlistarkonan Aaliyah sem R. Kelly giftist árið 1994.

Þau gengu í hjónaband þegar hún var aðeins 15 ára gömul en R. Kelly 27 ára. Í gögnum sem var lekið á þeim tíma kom fram að tónlistarkonan væri 18 ára. 

R. Kelly hefur setið í fangelsi síðan í júlí á þessu ári en hann er ákærður fyrir fjölda kynferðisafbrota. Hann neitar sök. 

Samkvæmt gögnum í málinu á R. Kelly að hafa greitt ónafngreindum opinberum starfsmanni í Illinois 30. ágúst 1994. Daginn eftir gengu þau Aaliyah í hjónaband. Hjónabandið var ógilt aðeins mánuði síðar þar sem tónlistarkonan var undir lögaldri. 

Aaliyah lést í flugslysi árið 2001, þá 22 ára gömul. Fyrsta plata hennar, „Age Ain't Nothering But a Number“ var framleidd og skrifuð af R. Kelly. 

Steven Greenberg, lögmaður R. Kelly, sagði í viðtali við ABC News fyrr á þessu ári að skjólstæðingur hans hefði ekki haft hugmynd um að Aaliyah hefði aðeins verið 15 ára þegar þau gengu í hjónaband.

Aaliyah var aðeins 15 ára þegar hún giftist R. Kelly.
Aaliyah var aðeins 15 ára þegar hún giftist R. Kelly. Mynd / Wikipedia
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt að öllum líkindum eyða miklum tíma í hluti sem aðrir (reyndar flestir) telja hégóma. Láttu það eftir þér að daðra en gættu þess að trúa ekki öllu sem þér er sagt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt að öllum líkindum eyða miklum tíma í hluti sem aðrir (reyndar flestir) telja hégóma. Láttu það eftir þér að daðra en gættu þess að trúa ekki öllu sem þér er sagt.