Stólaáskorunin sem karlar geta ekki klárað

Aðeins konur virðast geta klárað áskorunina.
Aðeins konur virðast geta klárað áskorunina. Samsett mynd

Stólaáskorunin sem karlar virðast ekki getað klárað er gríðalega vinsæll samkvæmisleikur um þessar mundir. Áskorunin felur í sér að lyfta stól upp þremur skrefum frá vegg.

Viðkomandi tekur sér stöðu við vegginn og tekur þrjú hænuskref frá honum. Síðan er stóll settur á milli. Viðkomandi beygir sig svo niður, setur hvirfilinn í vegginn og grípur um stólinn. Síðan kemur að erfiðasta skrefinu, sem margir karlmenn eiga erfitt með. Það er að reisa sig við með stólinn í fanginu. 

Sem fyrr segir hefur áskorunin vakið athygli víða um heim og það vakið mikla kátínu þegar karlmenn eiga erfiðara með að reisa sig við. Fólk víða um heim hefur deilt myndböndum af sér og sínum taka áskorunina undir myllumerkinu #chairchallenge.

Ástæðan af hverju karlmenn eiga erfiðara með áskorunina er rakin til þess að þyngdarpunktur kvenna er í mjöðmunum en þyngdarpunktur karla er mun ofar í líkamanum.

View this post on Instagram

IMPOSSIBLE 😳 WTF? NEW TEAMAPEX CHAIR CHALLENGE 😜 #teamapex #chairchallenge #thefunwehave #livethedream

A post shared by Apex Pro Fitness (@apexprofitness) on Dec 6, 2019 at 8:04am PSTmbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mörg tækifæri gefast til ferðalaga á næstunni. Bíddu í nokkra daga með að hafa samband við móðgaðan vin. Varastu að gera vanda annarra að þínum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mörg tækifæri gefast til ferðalaga á næstunni. Bíddu í nokkra daga með að hafa samband við móðgaðan vin. Varastu að gera vanda annarra að þínum.