Sækir um skilnað eftir 18 ára hjónaband

William Shatner verður laus allra mála á stuttum tíma.
William Shatner verður laus allra mála á stuttum tíma. Skjáskot/Instagram

Kanadíski leikarinn William Shatner hefur sótt um skilnað við eiginkonu sína Elizabeth Martin. William og Elizabeth gengu í það heilaga árið 2001 og hafa því verið gift í 18 ár. 

Samkvæmt skilnaðarpappírunum voru þau skilin að borði og sæng 1. febrúar á þessu ári. Heimildarmenn tengdir hjónunum segja hjónabandið hafa gengið eins og í sögu síðustu ár og því kom það nokkuð á óvart að þau ætli nú að skilja. 

William og Elizabeth eiga engin börn saman svo forræðissamningar verða ekki í vegi þeirra. Auk þess gerðu þau kaupmála áður en þau giftu sig svo aðeins þarf að klára að ganga frá því. 

Þetta er fjórði skilnaður Williams, en hann var áður giftur Nerine Kidd, Marcy Lafferty og Gloriu Rand. William er 88 ára að aldri en Elizabeth 61 árs. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki við aðra að sakast, þótt allt virðist ganga á afturfótunum. Sýndu fólki léttari hlið á þér. Hugsaðu áður en þú talar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki við aðra að sakast, þótt allt virðist ganga á afturfótunum. Sýndu fólki léttari hlið á þér. Hugsaðu áður en þú talar.