Odom bíður með kynlífið fram að hjónabandi

Lamar Odom ætlar ekki að stunda kynlíf með unnustu sinni …
Lamar Odom ætlar ekki að stunda kynlíf með unnustu sinni fyrr en þau giftast. Rich Fury

Körfuboltamaðurinn Lamar Odom og unnusta hans Sabrina Parr ætla að bíða með kynlífið þangað til þau hafa gengið í það heilaga. 

Parr opnaði sig um kynlífsbindindið í nýju viðtali við Hollywood Life og segir að Odom hafi átt hugmyndina að kynlífsbindindinu eftir að hann ræddi við prest. Parr og Odom trúlofuðu sig nú í haust eftir aðeins nokkurra mánaða samband.

„Þetta er í fyrsta skipti á ævi Lamar að hann er ekki í virkri neyslu fíkniefna, maríjúana, klámi og kynlífi,“ sagði Parr í viðtalinu. 

„Við stundum ekki einu sinni kynlíf, hvort sem þið trúið því eða ekki. Eftir að Lamar var bjargað myndaði hann samband við prest og það er fullt af hlutum sem hann vill rækta og bæta sig í. Hann vill bæta sig sem maður. Presturinn útskýrði fyrir honum að það er ekki kristið ef kristnir menn stunda kynlíf áður en þeir gifta sig,“ sagði Parr. 

Parr bætti við að hann hafi augljóslega stundað kynlíf áður en þau trúlofuðu sig en það sé ekki hægt að breyta fortíðinni. Presturinn sagði Odom að það væri mikil fórn fyrir Guð að hann myndi halda sig frá kynlífi fram að hjónabandi. 

Hún sagði að hún sé ekki að drífa sig í að giftast og að hún vilji gefa Odom eins langan tíma og hann þarf. Hún segir hann taka kynlífsleysinu mjög vel og í raun mun betur en hún bjóst við. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekkert að því að láta sig dreyma, bara að þú gerir líka eitthvað annað. Þú veðjar á rétt hest í vissu máli og verður þvílíkt ánægð/ur með þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekkert að því að láta sig dreyma, bara að þú gerir líka eitthvað annað. Þú veðjar á rétt hest í vissu máli og verður þvílíkt ánægð/ur með þig.