Meghan yfirgefur Bretland

Meghan Markle er farin aftur til Kanada, aðeins nokkrum dögum …
Meghan Markle er farin aftur til Kanada, aðeins nokkrum dögum eftir að hún og Harry sneru „heim“ til Englands eftir jólafrí í Kanada. AFP

Meghan Markle, hertogaynja af Sussex, er farin til Kanada, aðeins örfáum dögum eftir að hafa dvalið þar yfir jólahátíðina með eiginmanni sínum, Harry prinsi, og syni þeirra Archie. 

Hertogahjónin komu aftur til Bretlands í byrjun árs og tilkynntu að þau ætli að segja sig frá konunglegum skyldum sínum. Ákvörðunin hefur sett allt í háaloft í Buckingham-höll, breskir fjölmiðlar tala um „Megxit“ og líkja þannig ákvörðun hertogahjónanna við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. 

Ákvörðun hjónanna hefur einnig verið líkt við stærsta hneykslis­mál kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar síðustu öld­ina þegar Ját­v­arður VIII af­salaði sér krún­unni árið 1936 eft­ir aðeins 326 daga sem kon­ung­ur til að hann gæti kvænst banda­rísku kon­unni Wall­is Simp­son. 

Elísabet Englandsdrottning hefur leitað til starfsfólks síns og beðið það að finna lausn á þeirri stöðu sem upp er komin, en Harry og Meghan ráðfærðu sig ekki við neinn áður en yfirlýsingin birtist í fyrradag. Heimildir BBC úr konungshöllinni herma að Elísabet hafi rætt ástandið við föður og bróður Harry, Karl og Vilhjálm. 

Síðasta ár reyndist hertogahjónunum erfitt á sama tíma og það …
Síðasta ár reyndist hertogahjónunum erfitt á sama tíma og það einkenndist af stórtíðindum eins og fæðingu sonar þeirra. Átök við breska fjölmiðla tóku hins vegar sinn toll. AFP

Nicholas Witchell, konunglegur fréttaritari BBC, segir að drottningin hafi verið í samskiptum við Harry og Meghan í gær og vonaðist hún til að lausn væri í sjónmáli. Síðar fékkst það staðfest að Meghan væri farin til Kanada. 

„Við ætl­um að draga okk­ur í hlé sem „hátt­sett­ir“ ætt­ingj­ar kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar og vilj­um verða fjár­hags­lega sjálf­stæð. Á sama tíma styðjum við að fullu við bakið á henn­ar há­tign, drottn­ing­unni,“ sögðu þau í yf­ir­lýs­ing­unni sem Buck­ing­ham-höll sendi frá sér. Þar kemur einnig fram að þau hyggjast verja tíma sínum jafnt milli Bretlands og Norður-Ameríku, líklega Kanada. 

Í tilkynningu frá konungshöllinni sem kom í kjölfarið segir að ákvörðun hertogahjónanna sé sýndur skilningur en skilji eftir sig flókin úrlausnarefni sem taka muni tíma að vinna úr. 

Ákvörðun hjónanna mun ekki hafa áhrif á stöðu Harry sem erfingja krúnunnar, en hann er sjötti í röðinni.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er rangt að telja að allt viðgangist bara ef það kemst ekki upp. Gættu þess þó að sum mál eru alls ekki ætluð öðrum, þótt góðir séu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er rangt að telja að allt viðgangist bara ef það kemst ekki upp. Gættu þess þó að sum mál eru alls ekki ætluð öðrum, þótt góðir séu.