Hneyksli, dauði og skilnaðir

Elísabet II Englandsdrottning og Karl Bretaprins á breska þinginu á …
Elísabet II Englandsdrottning og Karl Bretaprins á breska þinginu á síðasta ári. AFP

Í ljósi þess að Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan Markle hafa ákveðið að draga sig í hlé frá hefðbundnum störfum konungsfjölskyldunnar hefur AP-fréttastofan tekið saman stærstu vandamálin sem fjölskyldan hefur gengið í gegnum síðustu öldina.

Ástin eða þjóðin

Stærsta hneykslismál konungsfjölskyldunnar síðustu öldina varð árið 1936 þegar Játvarður VIII afsalaði sér krúnunni eftir aðeins 326 daga sem konungur til að hann gæti kvænst bandarísku konunni Wallis Simpson. Hún var tvífráskilin og gat Játvarður ekki kvænst henni nema segja skilið við krúnuna.

Ástarsorg Margrétar

Margrét prinsessa, yngri systir Elísabetar Englandsdrottningar, olli einnig miklu fjaðrafoki þegar hún ætlaði að giftast Peter Townsend, fráskildum fyrrverandi aðstoðarmanni föður hennar.

Ástarsambandið hófst árið 1952. Á endanum varð Margrét að binda enda á sambandið. Hún giftist í staðinn ljósmyndaranum Antony Armstrong-Jones árið 1960. Þau skildu árið 1978.

Margaret og Antony Armstrong-Jones.
Margaret og Antony Armstrong-Jones. mbl.is

Hræðilegt ár

Drottningin lýsti eitt sinn árinu 1992 sem hræðilegu eftir að hjónabönd þriggja barna hennar fóru út um þúfur. Karl Bretaprins og Díana prinsessa skildu eftir 11 ára hjónaband, Andrés Bretaprins skildi við Söru Ferguson eftir 6 ára hjónaband og Anna prinsessa skildi við Mark Phillips þremur árum eftir að þau hættu saman.

Díana prinsessa.
Díana prinsessa. AFP

Dauði Díönu

Dína prinsessa lést í bílslysi í París árið 1997 og vakti atburðurinn að vonum heimsathygli.

Segja má að öll heimsbyggðin hafi syrgt Díönu, sem hafði notið mikilla vinsælda. Elísabet Englandsdrottning var gagnrýnd fyrir að tjá sig ekki strax opinberlega vegna dauða hennar. 

Andrés Bretaprins.
Andrés Bretaprins. AFP

Andrés og hneykslismálið

Tengsl Andrésar Bretaprins við bandaríska barnaníðinginn Jeffrey Epstein voru mikið í fréttunum á síðasta ári.

Andrés varð að hætta að sinna opinberum skyldustörfum sínum fyrir konungsfjölskylduna vegna málsins.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt skipta um gír í dag og þráir líka að komast í nýtt umhverfi. Haltu áfram leit þinni að skemmtilegu áhugamáli fyrir ykkur sambýlingana.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt skipta um gír í dag og þráir líka að komast í nýtt umhverfi. Haltu áfram leit þinni að skemmtilegu áhugamáli fyrir ykkur sambýlingana.