Vaxmyndir Harry og Meghan fjarlægðar af Madame Tussauds

Meghan og Harry er ekki lengur að finna á safninu.
Meghan og Harry er ekki lengur að finna á safninu. AFP

Starfsfólk vaxmyndasafnsins Madame Tussauds í London tvínónar ekkert við hlutina. Vaxmyndastytturnar af Harry Bretaprinsi og Meghan hertogaynju af Sussex voru færðar til á safninu í gær.

Stytturnar af Harry og Meghan stóðu ásamt drottningunni, Filippusi, Vilhjálmi og Katrínu, en ekki lengur. Á þriðjudag sendu þau frá sér tilkynningu þess efnis að þau hafi ákveðið að draga sig í hlé frá opinberum störfum konungsfjölskyldunnar.

Fréttirnar komu mörgum að óvörum og hefur verið fjallað um fátt annað í breskum fjölmiðlum síðan á þriðjudagskvöld. 

Ákvörðun hjón­anna hef­ur einnig verið líkt við stærsta hneyksl­is­mál kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar síðustu öld­ina þegar Ját­v­arður VIII af­salaði sér krún­unni árið 1936 eft­ir aðeins 326 daga sem kon­ung­ur til að hann gæti kvænst banda­rísku kon­unni Wall­is Simp­son.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt í vændum viðurkenningu fyrir störf þín. Mesta stoðin sem þér gefst kostur á í lífinu gæti vel verið einhver sem þú varla þekkir eða þér líkar ekki.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt í vændum viðurkenningu fyrir störf þín. Mesta stoðin sem þér gefst kostur á í lífinu gæti vel verið einhver sem þú varla þekkir eða þér líkar ekki.