Vaxmyndir Harry og Meghan fjarlægðar af Madame Tussauds

Meghan og Harry er ekki lengur að finna á safninu.
Meghan og Harry er ekki lengur að finna á safninu. AFP

Starfsfólk vaxmyndasafnsins Madame Tussauds í London tvínónar ekkert við hlutina. Vaxmyndastytturnar af Harry Bretaprinsi og Meghan hertogaynju af Sussex voru færðar til á safninu í gær.

Stytturnar af Harry og Meghan stóðu ásamt drottningunni, Filippusi, Vilhjálmi og Katrínu, en ekki lengur. Á þriðjudag sendu þau frá sér tilkynningu þess efnis að þau hafi ákveðið að draga sig í hlé frá opinberum störfum konungsfjölskyldunnar.

Fréttirnar komu mörgum að óvörum og hefur verið fjallað um fátt annað í breskum fjölmiðlum síðan á þriðjudagskvöld. 

Ákvörðun hjón­anna hef­ur einnig verið líkt við stærsta hneyksl­is­mál kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar síðustu öld­ina þegar Ját­v­arður VIII af­salaði sér krún­unni árið 1936 eft­ir aðeins 326 daga sem kon­ung­ur til að hann gæti kvænst banda­rísku kon­unni Wall­is Simp­son.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes