Neil Peart látinn

Neil Peart með kjuðana á lofti á tónleikum árið 2008.
Neil Peart með kjuðana á lofti á tónleikum árið 2008. AFP

Tónlistarmaðurinn Neil Peart er látinn, 67 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að vera trommuleikari og textasmiður kanadísku rokksveitarinnar Rush. Peart lést af völdum krabbameins í heila.

Liðsmenn Rush árið 2013. Alex Lifeson, Neil Peart og Geddy …
Liðsmenn Rush árið 2013. Alex Lifeson, Neil Peart og Geddy Lee. AFP

Peart, sem lést á þriðjudag í Santa Monica í Kaliforníu í Bandaríkjunum, er talinn vera á meðal bestu rokktrymbla sögunnar.

Hann var liðsmaður Rush í 45 ár, en fyrsta plata sveitarinnar leit dagsins ljós árið 1974. Félagar hans greindu frá andlátinu í færslu á Twitter. Þar segir að Peart hafi glímt við meinið í þrjú og hálft ár, að því er segir á vef BBC.

„Með sorg í hjarta og daprir í bragði verðum við að deila þeim hræðilegu tíðindum að sl. þriðjudag beið vinur okkar, sálubróðir og hljómsveitarfélagi til 45 ára, Neil, lægri hlut eftir að hafa háð hetjulega baráttu við krabbamein í heila,“ segir í yfirlýsingu sveitarinnar.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson