Bond verður áfram karlmaður

Barbara Broccoli segir að Bond verði alltaf karl.
Barbara Broccoli segir að Bond verði alltaf karl. AFP

Einn af framleiðendum James Bond-kvikmyndanna segir að persóna njósnarans James Bond muni áfram verða karlmaður. 

Sögusagnir hafa verið á kreiki á síðustu misserum um að njósnari hennar hátignar myndi kannski verða leikinn af konu í næstu kvikmynd. Framleiðandinn Barbara Broccoli sagði hins vegar í viðtali við Variety að svo verði ekki. 

„James Bond getur verið af hvaða lit sem er, en hann er karlmaður,“ sagði Broccoli og bætti við að frekar ætti að skapa nýjar persónur fyrir konur, sterkar kvenpersónur. 

Bond-myndin No Time To Die kemur út í apríl á þessu ári og verður það síðasta kvikmyndin þar sem Daniel Craig fer með hlutverk 007. 

„Ég hef engan sérlegan áhuga á að taka karlpersónu og láta konu túlka hana. Mér finnst konur mun áhugaverðari en það,“ sagði Broccoli.

Í No Time To Die fer leikkonan Lashana Lynch með hlutverk „00-njósnara“ og eftir að hún sást í fyrstu stiklunni fyrir myndina skapaðist umræða um hvort Bond gæti verið kona.

Lashana Lynch fer með hlutverk í nýju Bond-myndinni sem frumsýnd …
Lashana Lynch fer með hlutverk í nýju Bond-myndinni sem frumsýnd verður í apríl. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson